Gestabók

14.10.2020 kl. 22:27

Fordæmalaust ár!

Í vor var talað um fordæmalausa tíma en ég held að við getum farið að kalla árið 2020 fordæmalaust ár. Samkomubann gerði það að verkum að við urðum að hætta við síðustu ferðina í sumar og fella niður aðalfundinn í september.
Stjórnin og nefndir sitja því áfram enn um sinn þar til að við getur farið að hittast.
Ekki hefur ekki verið hægt að blása til kaffihittings í haust en á nýju ári vonum við að ástandið lagist og í febrúar 2021 verður félagið 20 ára og við stefnum að því að halda uppá það með pomp og prakt.
Ég vona að þú og fjölskylda þín séuð við góða líðan og óska ykkur öllum alls góðs.

Formaður

10.8.2020 kl. 14:51

ferðin í ágúst

Kæru félagar

Í ljósi síðustu frétta af Covid hefur stjórn og ferðanefnd tekið þá ákvörðun að fella niður ferðina sem fyrirhuguð var nú í ágúst.

Ákvörðun um aðalfund verður tilkynnt síðar

Stjórn og ferðanefnd

6.7.2020 kl. 18:58

Stóra ferðin 2020

Ferðin hefst í Varmalandi föstudagskvöldið 10. júlí.
Vesturland - Vestfirðir.
Skráning á husvagn@simnet.is eða hjá ferðanefnd

Stjórn

20.6.2020 kl. 15:35

Þorlákshöfn 26-28. júní

Þorlákshöfn 26. -28. júní.
Næsta ferð félagsins verður um næstu helgi.
Í Þorlákshöfn verðum við með frátekin stæði og því er nauðsynlegt að skrá sig í ferðina.
husvagn@simnet.is eða á facebook
eða í síma 8688138 Anna
Við minnum líka alla á að kjósa i forsetakosningum fyrir helgina.

Stjórn og ferðanefnd

3.5.2020 kl. 13:02

Tjaldstæði í sumar

Það eru komnar reglur frá Embætti landlæknis varðandi tjaldsvæði.
Best er að skoða þær þar, hér er hlekkur yfir á skjalið.
https://www.landlaeknir.is/./Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20f.
Þetta er það helsta:
Eftirfarandi á við um alla starfsemi/staði:
1. Gestir mega ekki koma inn á tjaldsvæði, í skála eða fara í skipulagðar ferðir ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
2. Rekstraraðili þrífur og sótthreinsar sameiginleg rými og snertifleti a.m.k. tvisvar á dag.
3. Frá og með 4. maí er hámarksfjöldi í hverju sóttvarnarými 50 manns. Sóttvarnarými getur verið innan- sem utandyra og þarf t.d. að skipta tjaldsvæðum upp með tilliti til þessa.
4. Virða ber 2ja metra reglu um fjarlægðartakmarkanir á milli einstaklinga.
5. Auðvelt aðgengi að handþvottaðstöðu og handspritti þarf að vera til staðar.
6. Takmarkið samneyti á milli aðskildra ferðahópa eins og unnt er.

Stjórnin

28.4.2020 kl. 14:35

Skoðun ökutækja

Frumheji gefur 40% afslátt af skoðun húsbíla frá 15.04.20-15.06.20 og 20% afslátt af skoðun einkabíla gegn framvísun félagsskírteini 2020

Stjórnin

16.9.2019 kl. 9:55

Aðalfundur _ árshátíð

Aðalfundur félagsins var haldinn14. sepember s.l.
Þar var kosið í stjórn og nefndir. Formaður var endurkosinn, Þóra Guðnadóttir félagi nr. 11
Um kvöldið var síðan árshátíð félagsins. Feykilega góð skemmtun þar sem allir sameinuðust um að hafa gaman saman.

Stjórn

3.6.2019 kl. 17:15

Hvítasunnuferðin.

Hvítasunnuferðin!
Eftir að hafa rætt við tjald umsjónarmenn á Laugum er ákveðið að falla frá að fara þangað.
Þess í stað förum við á
GRUNDARFJÖRÐ
Þar munum við hafa gaman saman, vöfflukaffi, spiluð félagsvist og fleira skemmtilegt er í bígerð.
Vinsamega ská sig á facbokk eða senda póst á husvagn@simnet.is
Einng má hringja í síma 8688138

Stjórnin

9.5.2019 kl. 15:00

Fyrsta ferð sumarsins!

Helgina 24. - 26. maí á Úlfljótsvatn!Nánari upplýsingar síðar!

Formaður

13.3.2019 kl. 15:25

Kaffihittingur

Kaffihittinngur........
síðasti kaffihittingur vetrarins verður hjá Almari bakara í Hveragerði, laugardaginn 30. mars kl. 14:00. Tertuhlaðborð í boði á 1.890 kr á mann. Vinsamlegast skráið ykkur á facebook eða senda póst á husvagn@simnet.is Við þurfum að láta vita um fjöldann tímanlega

Stjónin

6.2.2019 kl. 12:18

Þorrahittingur. - Minnum á!

Laugardaginn 9. febrúar. Hittumst um kl. 16:30 í Salthúsinu Grindavík. Þorramatur 4000 kr á mann!
Síðasti séns að skrá sig er á fimmtudaginn 7. febrúar!

Formaður

3.1.2019 kl. 13:25

Fréttabréf 2019

Fréttabréf 2019 er komið fréttir

Stjórn

25.10.2018 kl. 12:41

Kaffihittingur!

Fyrsti kaffihittingur vetrarins verður sunnudaginn 4. nóvember klukkan 14:00.
Við erum búnar að semja við vertana á Gamla Kaffihúsinu um hlaðborð á 2000 kr á mann.
Kaffihúsið er staðsett í Drafnarfell í Breiðholti.
Við höfum verið þar áður svo að vonandi rata flestir. Vinsamlega skráið ykkur svo að við getum látið vita um fjöldann.

Kaffinefndin

10.9.2018 kl. 21:57

Aðalfundur,

Laugardaginn 15. september 2018 kl.15.00
Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Fannahlíð, sem er norðan í Akrafjalli.
Nánar í tölvupósti og á facebook síðu félagsins.

Stjórn

6.8.2018 kl. 18:30

Apavatn 17-19. ágúst

Apavatn!
Síðasta ferð sumarsins verður helgina 17. - 19. ágúst að Apavatni.
Í fyrra fengum við Bongó blíðu í þessari ferð og mér er sagt að það verði þannig aftur.
Það er mjög nauðsynlegt að skrá sig í þessa ferð svo flötin sem við fáum verði nógu stór.
Skráning á facebook eða á husvagn@simnet.is
Ferðanefnd áskilur sér rétt að raða vögnum þannig að plássið nýtist sem best.
Gisting 1100 kr per mann nóttin. Rafmagn 700 kr á sólarhring
Aðalfundur félagsins verður 15. september í Fannahlíð. Nánar auglýst síðar!

Stjón og ferðanefnd

22.5.2018 kl. 22:28

Fyrsta ferð sumarsins

Eftir miklar vangaveltur, samráð við veðurguðina, stjórnmálamenn og fleiri hefur verið ákveðið að fella þessa "Hvítasunnuferð" alveg niður.
Fyrsta ferð sumarsins verður því
8-10 júní. Þorlákshöfn (ÚK)

Ferðanefnd og stjórn

21.5.2018 kl. 12:07

Velkomin

Velkomin elsku Kolbrún Leifs og Erlingur Björns

gunna

21.5.2018 kl. 11:46

Kolbrún Leifsdottir

17.5.2018 kl. 7:13

Hvíasunnuferðin!

Vegna mjög slæmrar veðurspár fyrir Hvítasunnuhelgina er ferðinni á Hvolsvöll frestað um eina viku.
Nánari upplýsingar í tölvupósti.

Stjórn og ferðanefnd!

8.5.2018 kl. 8:39

Fyrstaferð sumarsins. Hvítasunnan

Þeir sem skrá sig á viðburðinn á fésbókinni eða með tölvupósti á husvagn@simnet.is lenda í potti, þar sem dregnir verða út 2 vinningar!
******************************************************************************
Tjaldsvæðið kostar almennt 1500 kr á nótt en fyrir Húsvagnafélaga 1000.kr- á nótt. .
Eldri borgarar og öryrkjar borga almennt 1000 kr en fyrir HÍ 750 kr á nótt-
****************************************************************************
Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er gamalgróið svæði með tveimur aðstöðuhúsum. Annað er með uppvöskunaraðstöðu og salernum, ásamt einfaldri eldunaraðstöðu.

Einnig er um að ræða nýtt hús með salernis og sturtuaðstöðu sem einnig er með aðgengi fyrir fatlaða og skiptiaðstöðu fyrir barnafólk.uppvöskunaraðstaða er einnig úti.
Losunarsvæði er fyrir húsbíla og hjólhýsi og rennandi vatn er á því svæði.
Svæðið er með leiktæki fyrir börn og einnig er aðstað til þess að þurka þvott úti.
Rafmagnstenglar eru á svæðinu sem og nettenging, stutt er í alla almenna þjónustu sem er á Hvolsvelli

Ferðanefnd og stjórn

24.1.2018 kl. 12:41

Ferðaplön sumarsins - Árshátíðin

Ferðaplan sumarsins er komið á vefinn undir "Ferðaáætlanir".

Árshátíð félagsins verður haldin 24. febrúar og verður í Danshöllinni, Drafnarfelli.
Takið kvöldið frá!

Formaður

30.10.2017 kl. 11:32

hjólhysageymsla

vantar geymslu fyrir meðalstóran vagn??

Thomas

12.10.2017 kl. 9:38

vetrarhittingur

Jæja kæru félagar, nú eru komnar dagsetningar á hittinga fyrir áramót.
21. október verður súpa og kaffi í
Vitanum, Sandgerði kl. 14:00 verð kr 1700
25. nóvember verður aðventukaffi í Skátaheimilinu í Kópavogi.
Vinsamlega látið vita ef þið komið í súpuna í Sandgerði.
Skemmtinefndina
Bára, Dóra og Ólína

Skemmtinefndin

21.9.2017 kl. 12:45

Týndur Húsbíll.Amerískur Dodge c.1977

Sjá Mynd láttu vita í s 893 9101 sms er erlendis næsta mánuð. https://www.facebook.com/valdimar.samuelsson/posts/10214782262740578?pnref=story

Valdimar Samuelsson

15.9.2017 kl. 12:25

Ertu að gleyma þér?

Góðan dag
Nú er að koma október og þann 3. október nk. leggst á vanrækslugjald vegna fornbifreiða, húsbifreiða, bifhjóla, þar með talin fornbifjól og létt bifhjól, hjólhýsi (fellihýsi) og tjaldvagna, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar um skoðun ökutækja sem færa átti til skoðunar fyrir 1. ágúst á þessu skoðunarári.
·
Alltaf einhverjir sem gleyma sér.

Stjórnin

12.9.2017 kl. 10:50

Aðalfundur

Aðalfundur Húsvagnafélags Íslands var haldinn 9.sept. Þar var kosið í stjórn og nefndir félagsins.
Stjórn félagsins þakkar öllum komuna á fundinn.

Stjórnin

4.9.2017 kl. 11:00

Aðalfundur

Minnum á aðalfundinn þann 9. sept. kl. 16.00.
Sjá aðalfundarboð.

Stjórn

31.8.2017 kl. 10:56

3.7.2017 kl. 13:00

Stóra ferðin!

Það styttist í stóru ferðina sem án efa verður stór skemmtileg.
Ferðin hefst 14. júlí á Hvammstanga og endar 21. júlí á Þórshöfn.
Tilkynnið þátttöku til ferðanefndar á Facebook síðu félasins eða með tölvupósti husvagn@simnet.is

Formaður

28.5.2017 kl. 11:59

Hvítasunna

Hittumst í Árnesi um Hvítasunnuna. Nánari upplýsingar verðar sendar í tölvupósti og á Facebook.

Ferðanefnd

28.5.2017 kl. 11:56

Hvítasunnferð

Um Hvitasunnuna verður farið í Árnes.
Nánari upplýsingar verða á Facebook og sendar í tölvupósti.

Ferðanefndin

22.5.2017 kl. 13:55

Félagatal

Nú er komið að því að nýtt félagatal komi út.
Það væri mjög gott að láta vita á netfangið husvagn@simnet.is ef það hafa orðið breytinga hjá ykkur,
heimilisfang, símanúmer og bifreiðar og vagnar.
Það væri gaman ef við gætum haft það rétt eitt árið.

Ritari

16.5.2017 kl. 19:01

Þessir aðilar auglýsa

Þessir aðilar auglýsa í félagatalinu okkar og mér finnst að við
ættum að öðru jöfnu að beina viðskiptum til þeirra umfram aðra.
Atlantsolía
Bílanaust
Mcrent iceland ehf
N1
Orkan / Skeljungur
FÍAT viðgerðir
Ísaga ehf.
Touring Cars Iceland.
Víkurverk

HG

30.4.2017 kl. 20:49

Fyrsta ferð sumarsins

Skráning í fyrstu ferð sumarsins er á Húsvagna síðunni á Facebook.

F.H. ferðanefndar Ásgeir

Ásgeir Húnbogason

21.4.2017 kl. 13:59

Kaffi

Minni ykkur á kaffiboðið laugardaginn 13.maí kl 11;30. Kleinur og eitthvað annað smotterí verður á boðstólum og þið komið með bollana ykkar svona eins og í fyrra og við höfum fullt af kaffi.

Gunna og Jonni nr 22

20.4.2017 kl. 23:25

12.-14. maí 2017, Kleppjárnsreykir.

12. maí, föstudagur.
Mæting á Kleppjárnsreyki, súpa og brauð 1300 krónur á mann, tilboð á köldum af krana þessa helgi. Tilvalið að koma inn í skálann á kvöldin með hljóðfæri og söngbækur.
Verð fyrir bíl/vagn er 4500 fyrir tvo sólarhringa ef eru tveir í honum og helmingsafsláttur ef einn einstaklingur. Rafmagn 1000kr sólarhringurinn.
13. maí, laugardagur.
1. Skoðunarferð í gróðurhúsið Sólbyrgi 13:00-14:30, aðgangseyrir 1000 kr. Á mann, félagið býður.
2. Skoðunarferð í brugghúsið Steðja 15:00-16:30, aðgangseyrir 1000 kr. Á mann, eitthvað smakk í boði.
3. Eruvision um kvöldið, hægt að horfa á sjónvarp á staðnum. Getraun hvert er sigurlagið. Verðlaun fyrir rétt svar ef fleiri en einn eru með rétt svar þá verður dregið úr.
14. maí, sunnudagur. Ferðalok/Heimferð

F.H. ferðanefndar Ásgeir.

29.3.2017 kl. 14:43

Tjaldsvæði, súpa og tónleikar

Kæru Ferðafélagar !
Okkur er velkomið að vera á tjaldsvæðinu á Akranesi þó það sé ekki formlega opið og hægt verður að komast í rafmagn, en það þarf að greiða fyrir það og myndum við í skemmtinefnd taka við þeim greiðslum og koma þeim til Gunnu Jóh sem myndi sjá um gera upp þann kostnað við Akraneskaupstað. En því miður er ekki hægt að opna salernisaðstöðu þar sem það var lokað fyrir hana vegna framkvæmda og lagfæringa. Og þyrftum við því að nota wc í bílum eða hýsum eða skottast yfir götuna í salernisaðstöðu Olís ?? Svo minnum við á skráningu í súpuna á Gamla Kaupfélaginu og tónleika í Vitanum þar sem þrjár systur munu syngja og er ókeypis á tónleikana kl 15:00 Með kærri kveðju Skemmtinefnd

Skemmtinefndin

16.3.2017 kl. 12:39

Aprílhittingur

Ágætu félagar!
Aprílhittingur Húsvagnafélagsins verður að þessu sinni á Gamla Kaupfélaginu Kirkjubraut 11 á Akranesi þann 1.apríl kl 14:00
Við fáum sérsal fyrir okkur og tilboðið er: Skógasveppasúpa (mjög góð) með nýbökuðu brauði með smjöri og pestói og kaffibolli (uppáhellingur) kr 1690 pr mann. Súpan verður framreidd á hlaðborði svo við getum fengið okkur ábót ef okkur líst svo á.
Einhverjir hafa verið að tala um að koma á húsbílunum sínum og endilega látið í ykkur heyra á fésbókinni ef þið ætlið að gera það.
Hlökkum til að sjá ykkur
Skemmtiefndin

skemmtinefndin

27.2.2017 kl. 22:45

Súpufundur í Vitanum

Kæru félagar!
Þó stutt sé frá árshátíð, þá er alltaf hægt að skella sér í góða súpu og kaffi. Við ætlum að halda okkur við þær dagsetningar sem við vorum búnar að ákveða skemmtinefndin og því er stefnan sett á Vitann í Sandgerði laugardaginn 4.mars n.k. kl 14:00. Í boði er krabba og skelfisksúpa (eða blómkáls/aspasúpa fyrir þá sem ekki vilja skelfiskinn) með heimabökuðu brauði og kaffi á eftir fyrir 1900kall.
Þema dagsins er.... hálsbindi/klútar
Skemmtinefndin

Frá skemmtinefnd

21.2.2017 kl. 8:36

ÁRSHÁTÍÐIN

MINNUM Á AÐ ÞAÐ ER SÍÐASTI DAGURINN TIL AÐ SKRÁSIG Á ÁRSHÁTÍÐNA.
Árshátíðin verður svo haldin í Danshöllinni, Drafnarfelli laugardaginn 25. febrúar 2017 og hefst hún klukkan 19:00.
Aðgangseyrir er kr. 5.500 á mann og greiðist inn á reikning 0541-26-10554 kt:420201-4430 fyrir 23. febrúar.
Í boði er Póstmannamatur að hætti Ómars, göldrótt skemmtiatriði, happdrætti, söngur og gleði
Með matnum er boðið uppá vatn en fólk vill eitthvað annað að drekka þá vinsamlega komið með það með ykkur því ekkert er selt á staðnum.
Að borðhaldi loknu spilar Páll Sigurðsson fyrir dansi og er það mál manna að hann spili lög sem henta okkur sérlega vel.
Þátttaka tilkynnist til Öldu í síma 8950488, fyrir 21. febrúar og svo má senda tölvupóst á husvagn@simnet.is

STJÓRNIN

19.2.2017 kl. 19:21

Kennitala

Húsvagnafélag Íslands (kt. 420201-4430)

17.2.2017 kl. 15:24

Félagsgjöldin

Ég vil minna félaga á að greiða félagsgjaldið fyrir 15. febrúar n.k.

Árgjaldið er kr. 4.000, kennitala er 420201-4430 og reikningsnúmer er 541 - 26 - 554.

Vinsamlega sendið kvittun á husvagn@simnet.is og/eða setjið nafn og númer í athugasendir á bankafærslunni.

Stjórnin

15.2.2017 kl. 8:42

Sýning um helgina

Nú um helgina 18.-19. febrúar verður haldin stórsýning hjá P.Karlsson/McRent að Smiðjuvöllum 5 a, 230 Reykjanesbæ (gamla Húsasmiðjan). Eins og áður þætti okkur vænt um að fá félagsmenn í heimsókn til okkar en það var afskaplega ánægjulegt á fyrri sýningum hversu margir sáu sér fært að líta við.
Opið verður hjá okkur laugardaginn 18. febrúar frá kl. 12-16 og sunnudaginn 19. febrúar frá kl. 12-16. Fjölmargar mismunandi gerðir húsbíla eru til sýnis og að sjálfsögðu heitt á könnunni.
Við vonumst eftir því að sjá sem flesta félagsmenn hér hjá okkur um helgina.
Best regards, kær kveðja
Mr. Geir Bachmann
Owner / Manager

2.2.2017 kl. 21:19

Ofurdaguar 3 og 4. febrúar

það eru ofurdagar hjá Orkunni föstudag 3. feb og laugardag 4. feb. sjá fréttir

stjórnin

2.1.2017 kl. 22:22

ATH kaffifundur 7.jan

Jæja kæru félagar, þá styttist í kaffisopa og kökur á Cafe Deluxe, en þar ætlum við að vera kl 14:00 laugardaginn 7.jan
Þau hafa sæti fyrir 35 manns og ég lér bara vaða á það. Hlaðborð með uppáhelling kr 1500 pr mann
Skemmtinefndin

Skemmtinefndin

1.1.2017 kl. 17:48

BÚA Í HÚSBÍL Á VETURNA

Hvar er leyfinlegt að búa í húsbíl á veturna?

Elísabet Pálsdóttir

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 623755
Samtals gestir: 169881
Tölur uppfærðar: 30.10.2020 11:06:25