Tjaldstæði

TJALDSTÆÐI
________________________________________________________               BRUNAVARNIR Á TJALDSVÆÐUM

INNGANGUR

Leiðbeiningablað þetta fjallar um eldhættu sem er til staðar við venjulega notkun

tjaldsvæða og um varnir gegn henni.

Á tjaldsvæðum búa menn gjarnan í mikilli nálægð við nágranna og oft í umhverfi sem

er þeim ókunnugt. Notkun útigrilla er almenn, þá bæði kola- og gasgrilla. Grillin eru

gjarnan staðsett þar sem skjólið er mest, oft milli tjalda eða hjólhýsa og matseld fer

nánast öll fram við gasloga.

Það eitt að vera með opinn eld nærri tjaldi eða ferðavagni skapar alltaf mikla hættu á

íkveikju. Því allt umhverfið er auðbrennanlegt - gróðurinn, ferðavagnarnir og tjöldin.

Enda er ekki óalgengt að í ferðavögnum og tjöldum séu efni sem bæði er auðvelt að

kveikja í og sem brenna mjög hratt. Síðan eru tjaldsvæði gjarnan staðsett fjarri

stöðvum slökkviliða þannig að þegar kviknar í þá getur tjón orðið verulegt. Því er

mikilvægt að vel sé hugað að brunavörnum á tjaldstæðum.

SKÝRINGAR OG GILDISSVIÐ

Tekið skal fram að orðið tjaldsvæði er hér notað sem samheiti yfir tjaldsvæði og

hjólhýsasvæði ætlað ferðamönnum til dvalar gegn gjaldi í skamman tíma - þessar

leiðbeiningar gilda aðeins fyrir slík svæði. Síðan er vakin athygli á að orðið ferðavagn

er hér notað sem samheiti yfir húsbíla, hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi.

ÁÆTLUN UM VIÐBRÖGÐ VIÐ ELDSVOÐA

Tjaldsvæði eru starfsleyfisskyld. Samræmd leyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og

heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði má finna á

heimasíðu Umhverfisstofnunar. Í þessum leiðbeiningum, kafla 6, kemur fram ákvæði

um slysa- og öryggismál: "....að rekstraraðila beri að hafa neyðaráætlun ef upp koma

alvarleg slys eða hættur." Með tilvísun til þess að eldsvoði skapar almannahættu

verður að líta svo á að áætlun um viðbrögð við eldsvoða sé hluti þeirrar

neyðaráætlunar sem þarf að gera fyrir tjaldsvæði - Áætlun um viðbrögð við eldsvoða

þarf síðan að vinna í samráði við viðkomandi slökkvilið.

Á hverju tjaldsvæði þarf því að vera til neyðaráætlun þar sem fram koma upplýsingar

um það hvernig brugðist skal við eldsvoða og hvert sé hlutverk hvers aðila.

FORVARNIR

Það er hlutverk eiganda og/eða rekstraraðila tjaldstæðis að tryggja fullnægjandi

forvarnir gegn eldsvoða. Segja má að forvarnir tjaldsvæða geti flokkast í þrjá megin

flokka. Þar er fyrst að nefna þætti tengda skipulagningu og uppbyggingu svæðisins,

t.d. stærð svæðis aðkomu og því hvernig tjöldum og ferðavögnum er raðað inn á

svæðið.

2

Síðan er um að ræða þætti sem tengjast umgengni, slökkvibúnaði og meðferð elds.

Að lokum getum við talað um forvarnirnar sem tengjast því að gestum eru veittar

eðlilegar upplýsingar um allar aðstæður á svæðinu.

FORVARNIR TENGDAR SKIPULAGI:

1. Tjaldsvæðum á að skipta þannig upp að svæði fyrir tjöld séu aðskilin frá svæðum

sem ætluð eru fyrir ferðavagna.

Þegar stærð tjaldsvæða meiri en 1000 m² verður að reita svæðin niður, þannig að

hver reitur sé ekki stærri en 1000 m². Síðan á að vera 6 m breitt autt svæði á milli

reita. Götur á tjaldsvæðum eiga að vera minnst 5 m breiðar og þannig gerðar að

þær henti fyrir slökkvibíla/ sjúkrabíla. Aðgangur slökkviliðs skal að jafnaði vera úr

tveim áttum. Slökkviliðsstjóri getur gefið upplýsingar um öxulþunga, beygjuradíus

og annað sem máli skiptir. Einnig þarf að leita til hans varðandi mat á því hvort

aðgengi að slökkvivatni sé fullnægjandi.

2. Standi tjöld og ferðavagnar of þétt saman er mikil hætta á að eldur breiðist út milli

tjalda eða ferðavagna. Því þarf bil milli stakra tjalda minnst að vera 3 m. Þó má

leyfa hópum að hafa allt að fjögur tjöld saman. Slökkviliðsstjóri getur einnig

heimilað stærri tjaldborgir við sérstakar aðstæður. Bil á milli ferðavagna innbyrðis

skal vera minnst 4 m. Sjá nánar lágmarksstærðir á mynd 1.

3. Margir ferðavagnar eru byggðir úr efnum sem brenna auðveldlega svo þeir verða

alelda á skammri stundu. Komi upp eldur í ferðavagni er mikilvægt að hægt sé að

draga burtu þá ferðavagna sem næstir eru. Því þarf að snúa vögnunum þannig að

beislið snúi út að veginum. Bílum skal lagt þannig að auðvelt sé að aka þeim í

burtu.

3. FORVARNIR TENGDAR UMGENGNI, SLÖKKVIBÚNAÐI OG MEÐFERÐ ELDS:

1. Allir starfsmenn tjaldsvæðisins eiga að hafa þekkingu á öryggismálum staðarins og

hafa fengið kennslu í meðferð öryggistækja s.s. slökkvitækja.

2. Gestum á ekki að vera heimilt að kveikja varðelda eða bálkesti, nema á til þess

gerðum stöðum og þá aðeins að fengnum öllum tilskyldum leyfum. Um stærri bál

gilda sérstakar reglur, sem að sjálfsögðu verður að virða ("Bálkestir og brennur"

sjá nánar á heimasíðu Brunamálastofnunar www.brunamal.is).

3. Slökkvitæki, aðgengileg gestum þurfa að vera á öllum tjaldsvæðum. Mælt er með

að notuð séu 6 kg ABC slökkvitæki. Fjarlægð milli tækja á mest að vera um 50 m.

Staðsetning og merking þarf að vera þannig að gestir sjái slökkvitæki þegar þeir

koma á tjaldsvæðið. Mælt er með að handslökkvitæki sé einnig hjá tjaldverði og

þar sé jafnvel einnig brunaslanga. Slökkvibúnað þarf alltaf að yfirfara árlega.

4. Heppilegast er að ruslagámar séu úr stáli. Þar sem gámarnir eru úr plasti þurfa

menn að vera vel meðvitaðir um eldhættuna sem getur stafar af þeim. Þeir verða

því að fylgjast betur með slíkum gámasvæðum.

Umhverfis ruslatunnur/gáma skal gera skjólveggi. Fjarlægð frá skjólvegg að næsta

tjaldi eða ferðavagni á ekki að vera minni er 4 metrar.

5. Þegar reist eru stærri samkomutjöld verður að tryggja fullnægjandi brunavarnir.

En sérstakar reglur gilda um brunavarnir í samkomutjöldum þær má sjá í

leiðbeiningum Brunamálastofnunar nr. 71.4 (www.brunamal.is).

FORVARNIR TENGDAR FRÆÐSLU:

Algengast er að brunaslys á tjaldsvæðum verði vegna bruna í tjaldi eða ferðavagni

viðkomandi gests. Því verður hver einstakur gestur í raun að taka ábyrgð á eigin

öryggi og fara varlega með eld. En einnig þarf hann að hafa einhverja lágmarks

þekkingu á aðstæðum til að geta brugðist rétt við ef upp kemur eldur.

Því er mikilvægt til að minnka hættuna á brunaslysi að kort eða yfirlitsmynd sem

sýnir skipulag tjaldsvæðisins sé við aðkomu að tjaldstæði eða við þjónustumiðstöð.

Þar komi fram skipulag svæðisins og lágmarksfjarlægðir milli eininga. Hvar

slökkvibúnaður er staðsettur, flóttaleiðir frá tjaldsvæðinu og almennar öryggisreglur

svæðisins. Að auki er mikilvægt að þar sé vakin athygli á:

1. Að menn gæti þess að tjalda ekki eða leggja ferðavögnum of þétt. Einnig að þeir

leggi ferðavögnum þannig að beisli þeirra snúi að veginum, svo að hægt sé að

draga þá burt ef það kviknar í næsta vagni. Svo og að bílum sé lagt þannig að

auðvelt sé að aka þeim í burtu.

2. Að ekki sé heimilt að geyma brennanlegt efni s.s. húsgögn eða úrgang á auða

svæðinu milli tjalda eða milli ferðavagna.

3. Að logandi grill skuli ekki að haft nær tjaldi eða ferðavagni en sem nemur 1.0 m.

4

4. Að ekki sé heimilt að vera með opinn eld eða kolagrill inni í tjöldum eða

fortjöldum ferðavagna.

5. Að þegar skipt er um gaskúta á tækjum þá sé það gert utandyra á opnum

svæðum. Jafnframt er æskilegt að vekja athygli á því að kanna þurfi reglulega

ástand gastækja og slanga.

6. Að mikilvæg öryggistæki eins og reykskynjari og handslökkvitæki eigi ávallt að vera

ferðavögnum. Þá minnst 2 kg ABC slökkvitæki. Þennan búnað þarf síðan að

yfirfara árlega af hæfum aðila.

HEIMILDIR

Leiðbeiningarblaðið Bálkestir og brennur.

Leiðbeiningar 71.4 um brunavarnir í samkomutjöldum

http://www.msbmyndigheten.se

REGLUGERÐ 941/2002 um hollustuhætti.

Skipulagsreglugerð

Byggingarreglugerð

http://www.raddningsverket.se/templates/SRV_Page.aspx?id=863

http://www.umhverfisstofnun.is/media/skyrslur2004/Starfsleyfisskilyrdi_tjaldstaedi

_1_7_2004.pdf

CFPA Guidelines nr. 20:2009 Fire Safety in Camping Sites sjá www.cfpa-e.org


_______________________________________________________________

 

 

Tjaldstæðið í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.

Er aðeins 6 km frá þjóðvegi, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir tjald- og húsvagna. Góðar gönguleiðir eru fyrir ofan svæðið í fallegri náttúru. Tjaldsvæðið hefur nú bæst í hóp þeirra tjaldsvæða sem taka útilegukortið.

Hvammstangi er stærsti þéttbýlisstaður í Húnaþingi vestra.
Hann er tilvalinn áfangastaður ferðamanna, þar er mjög góð sundlaug, verslanir, veitingastaðir, söfn, gallerí og önnur nauðsynleg þjónusta.
Frá Hvammstanga er stutt að keyra út á Vatnsnes sem hefur að geyma fjölmarga sögustaði, fallegt landslag og síðast en ekki síst selalátur í þægilegu göngufæri.

netfangið er hvammur.camping@gmail.com

og símarnir eru 899 0008 / 615 3779  Erla og Sveinn

________________________________________________________________-

 

 

 

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 623750
Samtals gestir: 169881
Tölur uppfærðar: 30.10.2020 10:01:16